Á hverju ári fer ég með mömmu minni í berjamó í Húsafell.
Við höfum mjög gaman af þessari hefð og týnum vel og mikið í hvert sinn.
Við höfum mjög gaman af þessari hefð og týnum vel og mikið í hvert sinn.
Þegar ég var yngri notuðum við bláberin á ALLT vikuna eftir að þau voru tínd en eftir það var svo afgangurinn sultaður. Þegar ég varð eldri (og fór að skipta mér meira af) fannst mér nauðsynlegt að eiga líka ber í frysti yfir árið. Berin nota ég í barnamat, sjeika, muffins og fleira.
Í fyrstu frysti ég berin strax í boxi eftir að hafa hreinsað þau. Þetta hentaði ágætlega en mér fannst berin þó heldur kramin og klesst þegar ég síðan ætlaði að nota þau.
Í fyrra las ég svo grein um hvernig best væri að geyma ber.
Í greininni stóð að maður ætti að hreinsa þau og setja í litla "zip-lock" poka fulla af vatni. Þegar maður ætlaði svo að nota þau þurfti maður bara að afþýða pokann og þá myndu berin þiðna eins og þau voru fryst þ.e. halda "náttúrulegavökvanum" og enda voða flott og fín - bara eins og þau væru ný tínd! Ég prófaði þetta og til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta ekki. Sama ár ákvað ég að prófa fleiri aðferðir til að finna þá bestu. Ég prófaði t.d. að frysta þau í klaka boxi og á ofnplötu.
Í greininni stóð að maður ætti að hreinsa þau og setja í litla "zip-lock" poka fulla af vatni. Þegar maður ætlaði svo að nota þau þurfti maður bara að afþýða pokann og þá myndu berin þiðna eins og þau voru fryst þ.e. halda "náttúrulegavökvanum" og enda voða flott og fín - bara eins og þau væru ný tínd! Ég prófaði þetta og til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta ekki. Sama ár ákvað ég að prófa fleiri aðferðir til að finna þá bestu. Ég prófaði t.d. að frysta þau í klaka boxi og á ofnplötu.
Og ykkur að segja þá er ofnplötu aðferðin snilld!
Ég notaði hana aftur í ár og nú á ég fullt af fullkomnum bláberjum í frystinum.
Hér smá sjá berin mín
*nomm*nomm*
Hér er ég búin að skella þeim á ofnplötuna sem fer svo bara í frystinn.
Á myndbandinu má svo sjá hvernig þau eru þegar þau koma úr frystinum (ég veit að þetta er frekar spes video en ég bara varð að sýna ykkur þetta!) Ég set berin svo strax í box og aftur inní frysti. Þannig haldast þau alveg eins og þau eru á myndbandinu (s.s. kringlótt og í sundur) út veturinn!
***
No comments:
Post a Comment