Monday, November 17, 2014

Jólatiltektin

Eru fleiri en ég byrjaðir á jólatiltektinni...eða jafn vel búnir með hana?
Ef svo er þá VEL GERT!! :):):)

Þar sem ég er á fullu í vinnunni og skólanum þessa dagana þá er ekki möguleiki fyrir mig að gera þetta í einni lotu. Ég vissi svo sem af því fyrirfram og því var ég búin að skipta tiltektinni niður í nokkrar minni lotur. Ég játa það fúslega að ég geri mismikið í hverju herbergi en það er bara stundum þannig. Jólatiltektar-standardinn fer bara eftir tíma og aðstæðum og eins og Siggi segir - jólin koma þó svo að húsið sé ekki 100% hreint!

***

Upphaflega planið var auðvitað að gera voða fínt Word-skjal til að sýna ykkur en sökum tímaleysis þá verður þetta bara í formi örbloggfærslu. :)



Það sem ég geri (oftast) þegar ég er að taka til fyrir jólin:

* Ég tek alltaf til í einu herbergi í einu
* Ég byrja á því að taka upp allt dót af gólfinu/borðunum og ganga frá því 
* Næst tæmi ég alla skápa/hirslur (einn í einu), þríf hann og raða aftur inn í hann
* Þegar skáparnir eru tilbúnir þá fer ég í að raða á borð, hillur og þessháttar
* Um leið og ég raða á borðin/hillurnar/annað þá þurrka ég af því 
* Svo þurrka ég af öllu hinu
* Ég þríf líka gluggana að innan og dusta mottur ef einhverjar eru
* Ég skipti um rúmföt, handklæði og annað þvíumlíkt 
* Þegar allt er orðið flott og fínt þá ryksuga ég og skúra
* Að lokum tæmi ég ruslið og þá á allt að vera orðið eins og nýtt

Svona skipti ég húsinu (ég byrjaði 27.10):

* Vika 1 - Stofan, borðstofan og eldhúsið
* Vika 2 - Forstofan, gangurinn og litla baðið 
* Vika 3 - Hjónaherbergið og baðið uppi
* Vika 4 - Sjónvarpshol og þvottahúsið
* Vika 5 - Herbergi strákanna
* Vika 6 - Margrétar herbergi
* Vika 7 - Geymsla og bílskúr


Ég geri mér grein fyrir því að nú hugsa sumir "er hún klikkuð?  Auðvitað vitum við þetta!" en munið bara að þetta blogg er líka fyrir mig! :)

***



2 comments:

Húsó Beta said...

Vel gert :)
Ég er orðin hooked á appi sem heitir FlyHelper. Það hjálpar manni heilmikið við að skipuleggja allt sem snýr að tiltekt og þrifum. Ekkert mál að íslenska það og sníða eftir sínum þörfum.
#appfyriralltlifið !

Heimilisfrúin said...

Ég tékka á því Beta. Ég er annars svo gamaldags að hingað til hefur mér fundist best að nota blað og penna. :)