Í gær var fyrsti í aðventu og við byrjuðum daginn í sunnudagaskólanum. Mér finnst alltaf svo notalegt að fara með börnin í sunnudagaskólann og þá sérstaklega á aðventunni. Ég mæli með því þó svo að þið séuð ekkert endilega mjög trúuð sjálf. Bara leyfa börnunum að heyra sögu jólanna og syngja jólalög. :)
***
Hér má sjá aðventukransinn okkar þetta árið.
Stjörnubakki úr Garðheimum, silfursteinar og krúttuðustu kerti sem ég hef séð!
Hreindýr og fugl...
...og íkorni og bambi (það var líka til ugla).
Ég er mjög ánægð með þetta - einfaldleikinn í fyrirúmi.
Er einhver byrjaður á fjölskyldudagatalinu?
***
No comments:
Post a Comment