Monday, December 22, 2014

Jólin 2014

Ég mæli með því að þið náið ykkur í smákökur, ís, kaffi, kók, malt og appelsín, konfekt og/eða allt hitt því hér kemur allt sem við gerðum fyrir jólin 2014 í einum löööööööngum pósti! :)
 
***
 
22.nóv - jólaföndur í Melaskóla

 
25.nóv - Saumaklúbbsföndur (meira um fljótlega)
 

 
 
29. nóv - Balletsýning Margrétar
 

 
2.des - jólainnkaupin
 
Sigga var boðið af vinnunni sinni á "starfsmannaafsláttakvöld" í Krónunni og jimundur minn hvað var mikið af fólki þarna! Við náðum að versla ca. 80% af öllum mat þennan mánuðinn, eins og sjá má hér að neðan, en eins og staðan er í dag þá segir maður ekki nei við afslætti á matvöru - þó það sé bara um 10%! :)
 
 
4. des - jólaball VÍS
 
Við elskum jólaböll, sérstaklega núna þegar börnin eru orðin aðeins stærri.
 

 
5. des - heimsókn í Ömmubakstur (jólagjöf)
 
Var ég búin að segja ykkur hvað það er æðislegt fólk sem vinnur þarna! :)
Klárlega eitt af þessum frábæru íslensku fyrirtækjum sem við verðum að styðja.
 

 
 
6. des - jólalandið hjá pabba og Signý
 
Frá því ég man eftir mér hefur pabbi verið mikill jólakall og á hverju ári býður hann, og Signý konan hans, barnabörnunum heim til þess að aðstoða við að setja upp jólalandið. Krakkarnir eru hjá þeim allan daginn (enda mikið verk) og svo komum við foreldrarnir í kökur, vöfflur og kakó seinna. Æðisleg hefð sem krakkarnir ELSKA.
Svo er þetta líka alveg ótrúlega flott!!
 

 
 
7.des - laufabrauðsgerð hjá höllu systir
 
Ég skil ekki hvernig ég gat gleymt því að taka myndir en þetta er EINA myndin sem ég tók....hún sýnir samt ágætlega metnaðinn. :)
 
 
 
7. des - Gordjöss jólatónleikar með Palla sínum! <3
 

 
 
12.des - jólaballið í leikskólanum
 
Bestu vinirnir

Elsta og yngsta eintakið ;)


Hrikalega sætir þessir snúðar - þó ég segi nú sjálf frá. :)
 
 12. des - jólamatur með "the besties"
 
Æskuvinkonurnar


13. des - jólatónleikar Bagglúts
 
Fórum á frábæra jólatónleika með Baggalút. Ekki skemmdi fyrir að við sátum á öðrum bekk fyrir miðju og Páll Óskar og Prinspóló voru leynigestir.
 

 
Ég stóð við mitt og birti þetta ekki fyrr en eftir 21. des en hér má sjá tvö myndbönd af Palla og Baggalúti!
 
 
 Mamma þarf að djamma
 
Gordjöss
 
 

15. des - óveður
 
Hvað er að frétta?

 
17.des - kláraði prófin!!!
(Engin mynd til af því enda svaf ég í 16 tíma :) )
 
18. des - jólatréið skreytt, bakstur og rauðkáls- og ísgerð


Atli fékk að setja stjörnuna á þetta árið
 
Rauðkál afa Sæma - bezt í heimi!

3 tegundir af jólaís - meira um það seinna
 
20. des - snjókallagerð og góðar fréttir!
 
Við gerðum þennan fína snjókarl
 
Það var mjög mikilvægt að hann væri flottur fyrir alla, bæði okkur inní stofu og þá sem ganga framhjá húsinu okkar. :)
 
Þeir sem þekkja mig vita að ég er SJÚKT í Dulce de leche Haagen dazs ís. 
Ég fékk sms kl 20 á laugardaginn um að hann væri lentur í Hagkaupum í Skeifunni og ég var mætt þangað kl 20:10...sé ekki eftir því! :)
 
22.des - búin að jólaskreyta
 
Út af prófunum þá fóru öll plön meira og minna út um gluggann og ég varð að gera hlutina þegar tími gafst til.
Ég s.s. kláraði að gera allt í kvöld og nú mega jólin koma fyrir mér.
 
Hér að neðan má sjá skrautið heima hjá okkur þessi jólin
 
Þess má geta að á jólatréinu voru tæplega 900 ljós en um leið og við vorum búin að skreyta það þá bilaði 300 peru serían! Ég tók meðvitaða ákvörðun um að hafa hanaá enda nenni ég ómögulega að taka allt af til þess eins að setja það aftur á...en pirrandi var það! 
 
Stofan
 
Borði sem ég bjó til og setti yfir myndirnar

 

Kósí

Kransinn fyrir ofan sjónvarpið

Hillurnar í eldhúsinu

Myndin sem ég bað Margréti um að mála því mig vantaði jólamynd. :)

Elska þennan ísbjörn!


Er ekki möst sem bloggari að sýna þennan í öllu sínu veldi? ;)


Æðislegar servíettur sem ég keypti í Garðheimum


 
Og svo myndband fyrir þá sem vilja sjá þetta betur :)
 
 
 Þá er þetta búið í bili - meira á morgun! :)
(Föndur, jólaís, rauðkál...)
 
***
 
 

4 comments:

Anonymous said...

Skemmtileg lesning :)
...en annars bara rétt að láta þig vita að þú gerðir líka makkarónur ;)

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg, ótrúlega huggulegt hjá ykkur. Gleðileg jól elsku Hildur mín, hafið það sem allra best
Kv Guðrún Lilja

Arna Frímanns said...

En skemmtilegur desember! Gaman að fá að sjá myndasjó :)

Gleðileg jól og hafiði það sem allra best og hlakka til að sjá ykkur fljótlega :*

Heimilisfrúin said...

Það er rétt, ég reyndar kláraði þær á 2 dögum svo ég á engar myndir af því greinilega...

En gleðileg jól sömuleiðis! :)