Monday, January 5, 2015

Gleðilegt ár!

2015 - ja hérna hér!
 
Mér finnast áramótin svo spennandi - að kveðja það gamla og byrja á einhverju nýju.
Allir vegir færir og maður er alveg extra jákvæður.
 
Ég er ein að þeim sem set mér mörg markmið á hverju ári.
Þegar ég var yngri þá náði ég alltaf 80-90% af markmiðum ársins. Nú hef ég aðeins róast og geri mér grein fyrir því að það gengur ekki alltaf allt upp þegar maður er með heimili, vinnu og í skóla. (Dæmi um markmið sem náðust ekki þetta árið eru t.d. að klára jólahreingerninguna og að standa við jóladagatalið! Heimilisfrú hvað? ;) )
 
Hér eru topp 5 markmiðin mín:
 
***
 
1. Fjölskyldan
 
Ég ætla að reyna að gera meira með fjölskyldunni minni, bæði manni og börnum og líka foreldrum og systkinum.
 

 
 
2. Minnka ringulreiðina (clutter)
 
Við erum ekki búin að þora að henda/selja/gefa eigur okkar síðustu 3 árin af ótta við að þurfa að nota þær í einhverjum verkefnum tengdum húsinu. Nú er komið nóg og fullt af dóti sem ég VEIT að við munum ekki að nota.
 
Ég þarf líka að klára jólahreingerninguna og í henni mun ég reyna að hugsa eins og sannur mínimalisti og láta meira en minna hverfa! Þar sem það eru búin að vera veikindi hér á bæ er ég byrjuð á fullu að "de-cluttera"!
 
Hér má sjá "drasl-skúffu" heimilisins!
 
Fyrir

Eftir 
 
3. Hollt mataræði
 
Hollt er gott og í rauninni þarf ekki að segja neitt meira hér.
 
En...það er líka önnur ástæða. Ég tók upp á því fyrir rúmu ári síðan að fá exem í andlit og á hendur og það er sama hvað ég geri og prófa ekkert virkar - nú verður látið reyna á mataræðið (öll ráð vel þegin).
 
Þessi fína mynd fær að fylgja með þó svo að hún sé ekki beint hollustan uppmáluð.
Þetta er forrétturinn sem við buðum upp á á gamlárs - þetta var klikkað gott!
 
4. Hreyfing
 
Einfalt - Yoga, hlaup og fótbolti í hverri viku!
 
5. Núvitund, hugleiðsla og jákvæðni
 
 
Ég skellti mér á núvitundarnámskeið í fyrra og lærði ótrúlega margt og mikið áhugavert þar.  Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað þetta námskeið gaf mér en það gaf mér mikið og mig langar til að rækta það meira. Þetta líka svo góð áminning og góð lífsspeki. Mæli klárlega með því að fara á svona námskeið og/eða kaupa sér bókina Mátturinn í núinu. Á námskeiðinu lærir maður ekki bara að lifa í núinu heldur líka hugleiða og að vera jákvæður sem er ótrúlega gott og gefandi.  
 
***
 
Þessi markmið eru kannski mjög klassísk þegar ég hendi þeim svona upp en undir hvert og eitt þeirra setti ég svo enn fleiri og persónulegri markmið.  
 
***

No comments: