Monday, January 12, 2015

Tímamót

Nú eru ákveðin tímamót í gangi hvað varðar þetta blogg.
Í upphafi átti þetta að vera dagbók okkar fjölskyldunnar - aðallega tengt börnunum og húsinu.
Nú er húsið komið vel á veg og flest af því sem er eftir er mjög dýrt og tekur því tíma að safna sér fyrir. Það verður til þess að það er lítið að frétta á því sviði. Reyndar má nú líka rekja framkvæmdarleysið til tímaleysis en við erum enn að finna rútínuna eftir að ég byrjaði í skóla og Siggi að vinna til 19!  
Ég hef samt mjög gaman af því að blogga og skemmtilegast finnst mér að eiga og skoða færslur aftur í tímann. Ég hef alltaf haft það að reglu að blogga bara þegar ég hef eitthvað að segja og því mun ég halda áfram (þó svo að stundum líða kannski vikur á milli pósta). Ég sé því enga ástæðu til að hætta að blogga þó svo að áherslan gæti breyst aðeins. Fjölbreytileikinn er skemmtilegastur eins og einhver sagði á Facebook síðunni. :)
Skipulag, hollusta, fjölskyldan og bakstur gætu því orðið stærri hluti en auðvitað mun ég líka segja ykkur frá öllum litlu verkefnunum og halda áfram að birta myndir af húsinu.
***
Að þessu sögðu þá langar mig að gera smá tilraun. Ég er búin að stofna þrjár grúbbur á Facebook sem allar eiga það sameiginlegt að styðja við áramótamarkmiðin mín. Ég hef talið mér trú um að það séu fleiri með þessi markmið og ég er nokkuð viss um að við getum öll lært eitthvað af náunganum. Ég hvet ykkur til að gerast meðlimir ef þið hafið áhuga: 
Hér væri gaman ef fólk myndi deila hugmyndum tengdum skipulagi. Þetta geta t.d. verið myndir af netinu, myndir af skipulagi á heimili viðkomandi eða skipulagsskjöl. Þá væri líka gaman að fara í "átök" þar sem við tökum ákveðin herbergi fyrir og birtum myndir.  
Ég þarf svo nauðsynlega að bæta mig hvað varðar hollustu að það er engu lagi líkt.
Hér langar mig að fá fólk til liðs við mig. Við getum deilt uppskriftum, hugmyndum, rútínum, æfingum, mælingum, vítamínum og öllu öðru sem kemur okkur í gírinn. Þetta á EKKI að verða megrunarsíða - markmiðið er að þetta verði hugmyndabanki og stuðningur.
Þegar maður tekur til og "de-clutter´ar" þá á maður ótrúlega margt og mikið af dóti sem maður vill losna við. Á Facebook eru svona 100 "til sölu" síður en þær eru allar flokkaðar niður eftir hlutunum sem maður ætlar að selja t.d. barnaföt, barnavörur, hönnunarvörur, rafmagnsvörur, bílahlutir. Mig langar að spara okkur tíma og gera grúbbu þar sem föt, dót og annað er velkomið. Það væri ekki verra ef við myndum hugsa um náungan og selja hlutina á sanngjörnu verði (sem mér finnst oft ekki vera málið í dag).  
***
Ég játa það alveg að ég hef ekki hugmynd um það hvernig viðbrögðin verða við þessu og kannski eru þessar síður til í dag en ég hef ekki fundið þær. Ég ætla samt að láta reyna á þetta en ef meðlimir verða of fáir þá auðvitað hættum við þessu.
Gefum þessu 2 vikur og ef notendur verða ekki orðnir 100 þá loka ég hópnum/grúbbunni. Metnaðarfullt markmið? :)

***

Uppfært - ég lokaði hópnum "Allt til sölu" þar sem það er svo mikið um svona hópa og ekkert að gerast þarna inni. :)
***

No comments: