Tuesday, April 28, 2015

Afmæli - hugmynd að gjöf

Mamma átti afmæli í mars og því var fagnað með óvissuferð í Bláa lónið. Dagurinn var æði í alla staði og ótrúlega gaman að gera eitthvað svona öðruvísi öll saman.





Það var samt ekki þetta sem ég ætlaði að fjalla sérstakleg um heldur gjöfin hennar. :)


Almennt er mjög erfitt að gefa mömmu minni afmælisgjöf. Hún biður ALDREI um neitt og segist alltaf eiga allt sem hún þarf. Það var því áskorun að finna eitthvað handa henni á stórafmælinu.


Eftir smá umhugsun þá datt mér í hug að gefa henni minningakassa. Ég fór á stúfana með systur minni og saman fundum við allskonar hluti sem minntu okkur á hana. Við settum þá svo alla í kassa og úr varð þessi æðislega gjöf!

Í kassanum var m.a:

* Morgunblaðið frá fæðingardeginum hennar
* Lítil kók í gleri
* The Carpenders texti 
* Myndir af okkur og barnabörnunum
* Ganlar nyndir af henni
*Viðurkenning fyrir að vera frábærust <3
* Teikningar barnanna
* Staur
* Skraut
* Og margt fleira

Ég hef sjaldan séð mömmu jafn ánægða svo markmiðinu var klárlega náð!

***
Um leið og hún kom heim raðaði hún dótinu fallega í rammabox og hengdi uppá vegg. 
Mér finnst þetta æði og mjög góð hugmynd að gjöf - þó ég segi nú sjálf frá! :)

***

1 comment:

Rósir og rjómi said...

En frábær hugmynd að persónulegri gjöf!