Tuesday, April 7, 2015

Lemon @ home

Ég hef aldrei verið mikið fyrir djúsa eða frosna ávexti. Ég skildi aldrei þessa smoothie-byltingu og fannst skrítið að drekka eitthvað með "gummsi" í. Ég átti bæði venjulegan blandara og Nutribullet í mörg ár en notaði það bara ca. einu sinni. Ég bara var ekki að ná þessu svo ég endaði á því að selja bæði tækin.  

...Og svo kom Lemon!



Ég eeeelska Lemon og gæti borðað þar á hverjum degi. Ég hef ekki enn smakkað vonda samloku eða djús þar þrátt fyrir að vera komin langt á leið með að prófa allt á matseðlinum. Ég gerðist meira að segja svo klikkuð að færa mig yfir í NOVA til að fá 2 fyrir 1 þar! (eða það var a.m.k.hluti af ástæðunni)


Þessi ást mín á Lemon varð til þess að maðurinn minn gaf mér í jólagjöf smoothie-mixer. Ég játa það fúslega að ég var ekkert rosalega spennt fyrir þessu fyrst þar sem ég var búin að prófa svona tæki áður. En nei - þetta er án gríns ein besta jólagjöf sem ég hef fengið og krakkarnir eru ekki síður ánægð!


Snilldin við þetta tæki er sú að þú blandar drykkinn í brúsanum. Tækið hakkar allt í spað þó svo að það sé frosið - meira að segja klaka!  Annað sem er eiginlega meiri snilld er það að tækið kostar "bara" tæpar 7.000 krónur og innifalið er tækið og tveir brúsar. Tækið fæst í Byko en nánari upplýsingar má sjá HÉR.

***

Við erum s.s. byrjuð að gera djúsa á hverjum degi og ég elska það!
Sigga og krökkunum finnst þetta líka æði og um leið og guttarnir mínir koma heim af leikskólanum segja þeir "mamma getum við gert tilraun?"




***

Ég deili þessu með ykkur því þetta er mín reynsla. Þetta er ekki auglýsing í samstarfi við Lemon eða Byko heldur bara mín persónulega skoðun.
*** 




No comments: