Ég er með myndir og veggspjöld á heilanum þessa dagana. Langar í alveg ótrúlega mörg falleg veggspjöld og enn fleiri fallegar myndir.
***
Mér var bent á nokkur töff veggspjöld sem eru til sölu hjá HRÍM í kjölfarið. Veggspjöldin eru í raun útlínur hverfa í Reykjavík (101, 107 og 105). Ég er alveg að elska litina sem eru í boði og "conceptið" (þó svo að hverfið mitt hafi gleymst).
Þegar mér var bent á þetta þá mundi ég allt í einu eftir svipuðum myndum sem ég gerði af Reykjavík hér um árið og lét prenta handa fólki sem býr í erlendis.
Gaman af þessu! :)
***
1 comment:
vá hvað þetta er töff... þó ég ´bui ekki í Reykjavík ;)
Post a Comment