Ég er mikið að spá í skrautmunum fyrir herbergið hans Bjarka
og þessa dagana er ég aðallega að spá í myndum sem eiga að fara á vegginn við
rúmið hans. Ég er komin með nokkrar hugmyndir og m.a. þessar sem ég fann á Pinterest (algjörlega ein af mínum uppáhalds heimasíðum!):
1.
Sónarmynd
Mér finnst þetta ótrúlega falleg hugmynd og eitthvað sem ég væri
alveg til í að gera. Þetta kostar lítið sem ekkert og það er alltaf kostur.
2.
Stafir
Mín börn hafa bæði verið tæplega 2 ára þegar þau læra
stafinn sinn og það er ótrúlega fyndið og gaman að sjá hversu stolt þau eru af
stafnum sínum. Ég held að þau hefðu bæði haft gaman af því að hafa stafinn sinn
upp á vegg þegar þau voru að læra hann og þ.a.l. finnst mér mjög sniðugt að
hafa eina mynd með stafnum hans Bjarka. Stafir eru að mínu mati persónulegir og
töff og greinilega hægt að gera þá úr öllu sem manni dettur í hug! J
3.
Nafnið
Það sama á í raun við um þessa hugmynd eins
og myndina með stafnum. Mér finnst þetta hlílegt og persónulegt.
4.
Mamma málar
Hugmyndin byggist á því að skrifa með
hvítum vaxlit á blað/striga og mála svo yfir með vatnslitum eða vatnsblandaðri
málingu. Þetta er einfalt, ódýrt og maður getur sjálfur ráðið hvað er á
myndinni. Með þessari aðferð verður málingin líka ótrúlega lífleg.
5.
Landakort
Ég er mjög hrifin af landakortum og mér
finnst þessi hugmynd æðisleg. Hún passar ótrúlega vel inní barnaherbergi og svo
er hún líka í pastellitum. Þetta er pottþétt dæmi um mynd sem ég er að leita að
en gallinn er að mér finnst allir vera að skreyta með landakortum.
6.
Stafrófið
Þessi mynd grípur augað.
Þetta er líka dæmi um mynd sem passar ótrúlega vel inní barnaherbergi þar sem
þetta er jú stafrófið. Kosturinn við hana er sá að maður getur leikið sér með
litaþemað og það að hafa nafnið í miðjunni er punkturinn yfir i-ið. J
Hvernig líst ykkur svo á?
ATH: myndirnar eru allar af Pinterest.com en ég man ekki nákvæmlega slóðina. Planið er að opna Pinterest vegg fyrir heimilisfrúnna og þá finn ég þessar myndir og set þær inn! :)
***
3 comments:
Þetta er skemmtilegt, hlakka til að sjá hvernig þú útfærir þetta:)
mjög góðar hugmyndir og flottar! Er einmitt dáldið í sömu pælingum (með veggskraut þeas).
Gaman aða fylgjast með :)
Post a Comment