Wednesday, August 1, 2012

Herbergi #1: Litaval


Til að byrja með ætluðum við að mála einn vegg hjá Bjarka grænbláan og skreyta svo herbergið með
uglum og öðrum dýrum.


Við prófuðum að mála vegginn í þessum lit og það var ekki alveg málið. Mér fannst liturinn of dökkur og
svo voru ALLIR farnir að skreyta með uglum og þá vildi ég ekki líka gera það. 

Ég fór því og skoðaði fullt af barnaherbergjum og það sem mér fannst koma til greina á veggina var:










    [via]

Við völdum okkur ljós bláan lit og prófuðum hann á vegginn og þar með var það ákveðið. Við vildum líka prófa að gera eitthvað nýtt og öðruvísi.

Kosturinn við ljósa liti (að mínu mati) er sá að þeir virka róandi á mann og mér finnst þeir
vera „hreinlegri“.

En þá er bara að frumsýna málninguna í herberginu hans Bjarka.... 
*dadaradada!*



Já það er röndótt! ;)

Ég er alveg að elska þessar rendur. Þær tóku sinn tíma en að mínu mati voru þær alveg þess virði. Þær
gera herbergið svo spennandi og öðruvísi.


Það sem við gerðum var að:

1. Mála allt herbergið hvítt
2. Fá lánaðan laser til að gera beinar línur
3. Setja málningarlímband á veggina þar sem línurnar eiga að vera
4. Mála með hvítri málningu yfir límbandið til þess að málningin smitist ekki.
5. Mála með mála með bláu í þær línur sem eiga að vera bláar

Athugið: Við notuðum gljástig 20 á veggina inni hjá Bjarka því það er nauðsynlegt að geta þrifið
veggina inni hjá litlum gutta með klístraða putta. Því meira gljástig því auðveldara er að þrífa veggina
án þess að það sjáist á þeim. 
Það er líka mjög gott þegar maður er að mála rendur að merkja þær línur sem eiga að vera bláar með t.d
málningarlímbandi til þess að maður ruglist ekki.

Hvernig líst ykkur á?

***