Þá er ekki eftir neinu að bíða og klárlega kominn tími til að koma með nýtt efni.
Við erum enn að vinna í forstofunni/ganginum og eins og ég sagði einhverntíman þá var það "langi veggurinn" sem var aðal vesenið. Þessi veggur er svo langur og mjór og tómlegur. Þar að auki þá kemur mikil birta á hann innum stóra stigagluggann svo allt sem var ójafnt eða blettótt sást 100%.
Ég var aldrei ánægð með neitt sem fór á þennan vegg....fyrr en núna.
Hvað gerðum við?
Við ákváðum að setja plat-panill á hann - American style!
1. Fyrir
Svona var þetta fyrir og þá er bara að sjá eftir...
2. Undirbúningur
3. Uppsetning
Við byrjuðum á því að mála hvítt fyrir neðan miðju.
Svo keyptum við spítur og söguðum þær til og festum þær upp með límkítti.
4. Mála aftur
5. Setja fallegu listana
(ath. þetta eru bara gólflistar)
6. *ta*da*
7. Fá litla verkfræðinginn til að "taka verkið út". ;)
Við erum mjög sátt við útkomuna. Þetta er kannski ótrúlega amerískt en við elskum það því þetta er okkar stíll. Mér finnst þetta gera ganginn miklu heimilislegri og það að skipta veggnum upp felur allar misfellur og birtan dreifist miklu betur.
***
5 comments:
Þetta kemur ekkert smá flott út!
Hugmyndaríka fólk.
gæturu lánað Sigga út í smá verkefni...haha! Við systir mín vorum einmitt að spá í að gera svona í forstofuna í sveitinni hjá henni. Hún er að gera upp hús í Dölunum og okkur vantar einn vanann...:) hahaha! :)
Ótrúlega flott hjá ykkur!
Ekkert smá flott, snillingar :)
EBH
Love it!
Post a Comment