Ég tók mér smá bloggpásu á meðan afmælistörnin var í gangi hér á bæ. Það vill svo skemmtilega til að ég og miðju prinsinn minn eigum afmæli með 4 daga millibili svo það er alltaf nóg að gera í apríl. Hann varð 4 ára þann 10. apríl og ég þrítug í gær, 14. apríl.
Það má segja að við höfum haldið upp á 6 afmæli á 11 dögum og því nóg af myndum og dóti til fyrir ykkur! Það mun allt verða sett hér inn á næstu dögum. ;)
En mig langar í dag að sýna ykkur hin afmælin hans Atla.
1. árs afmælið - 2010
Þemað var beljur og bílar því hann var sjúkur í þetta tvennt.
Kökurnar voru líka í stíl við þemað. ;)
Og gestirnir og afmælisbarnið voru líka á staðnum.
2. ára afmælið - 2011
Þegar hann varð tveggja ára var Toy story í uppáhaldi.
Kökurnar voru líka í þessu þema og þetta var í fyrsta sinn sem ég prófaði að gera "fígúru" kökupinna.
3 ára afmælið - 2012
Í þriggja ára afmælinu var þemað "made in sveitin" og þá var fólk beðið um að mæta í lopapeysum. Við vildum hafa afmælið að hluta úti og við grilluðum pylsur fyrir liðið.
...og kökurnar...
Og svo stemningin. :)
Jæja hvað segiði, áhugavert?
Myndir passlegar eða of stórar?
Viljið þið sjá afmælið sem var í ár?
***
3 comments:
ég vil sjá afmælið sem var núna því e´g komst ekki...það er líka greinilegt að þér fer fram í kökuskreytingunum ar hvert!
Ekkert smá glæsilegar veislur hjá þér, væri gaman að sjá meira ;)
Já og til hamingju með daginn um helgina!
Kv. Guðrún Helga
til hamingju með stórafmælið! glæsilegar afmælisveislur, kökurnar eru sérstaklega flottar!
Post a Comment