Við erum komin vel á veg með herbergi #7 - stofuna.
Fyrir:
Við byrjuðum á því að mála stofuna í Siggagráum (frá Litalandi).
Svo vildum við fá einhverskonar hillueiningu með skápum á vegginn til hægri þar sem eldhúsið okkar er lítið og okkur vantar alltaf plás fyrir matarstell, kökudiska og fleira.
***
Við erum svo ánægð með skenkinn inn í borðstofu að við enduðum á því að kaupa
samskonar skenk á vegginn í stofunni.
Siggi að smíða!
Við þurftum að taka smá úr veggnum fyrir sjónvarpssnúrunum.
Þar sem þessi skápur er stærri en hinn þá keyptum við tvær 120cm glerplötur í IKEA
og festum þær þétt við hvora aðra.
Við keyptum þessa sjónvarpsfestingu í Elko og hún kostaði ALLTOF mikið! Við fundum nákvæmlega eins festinngu í RL fyrir tæplega 4.000 kr!
Svona lítur skenkurinn út og nú er nóg pláss fyrir allskonar dót. ;)
***
2 comments:
Hrikalega flott breyting :o)
Ég er svo forvitin að vita hvar þið fenguð þennan skenk (skápana) og hvað hann kostar c.a.
KV. Hulda
Hæ,
Við keyptum hann í IKEA og allir 4 skáparnir og glerið kostuðu um 44 þús. Sjá hér:http://www.ikea.is/products/7891
Post a Comment