Saturday, June 15, 2013

Biotta heilsuvika

Ég ákvað að prófa að fara í viku djús-detox í vikunni. Stelpurnar í vinnunni voru að tala um þetta og lofuðu mikið. Á mánudaginn lét ég slag standa og fór í Heilsuhúsið og keypti mér vikuskammt.
 
Í dag er dagur nr. 5 og þetta er alls ekki búið að vera jafn erfitt og ég hélt að þetta myndi verða. Engin hausverkur né annað sem gerist oft þegar fólk tekur alveg út sykur eða koffein.
 
***
 
Svona lítur kasinn út:
 
 
Kassinn kostar um 8.600 kr. og inní honum er meira og minna allt sem þarf. Kassanum fylgir líka matarplan og "pepp" á íslensku sem er gott að hafa.
 
 
En hvernig hefur þetta gengið?
 
Dagur eitt gekk eins og í sögu enda var ég búin að hugsa um þetta í smá tíma og alveg tilbúin að núllstilla mig.
 
Dagur 2 gekk líka ágætlega en ég fann fyrir smá orkuleysi.
 
Dagar 3 og 4 voru erfiðir en þá var ég mjög orkilítil og þreytt. 
 
Í dag (dagur 5) vaknaði ég miklu hressari en síðustu tvo daga og vona að ég sé komin yfir mestu áskorunina. :)
 
 
Finn ég mun?
 
Ég fór ekki í þetta til að grenna mig heldur til að sjá hvort að magabólgurnar myndu lagast. 
Enn sem komið er hef ég ekki fundið mikinn mun á maganum, því miður. Það sem ég finn er að ég er rólegri, húðin er í topp standi og (fyrir þá sem eru að pæla í því) ég hef léttst um 2 kg.
 
***
 
 
 

1 comment:

Unknown said...

Ertu búin að prufa Alpha daily (eða bara beint í æð eplaedik og hreint hunang)
Það gæti hjálpað þér við magabólgurnar :)

-edda