Saturday, July 12, 2014

Aulinn ég afmæli

Yngri sonur okkar, Bjarki, varð 3 ára þann 4. júlí sl. Við héldum Umizoomi leikskóla afmæli (sjá HÉR) í lok júní en í gær vorum við svo með fjölskyldu og vini í Aulinn ég 2 afmæli.
 
Litli guttinn vildi hafa Aulinn ég 2 þema og því skipti miklu máli að hafa líka fjólublátt (s.s. í mynd nr 2 þá verða gulu kallarnir fjólubláir). :)
 
Ég pantaði afmælisdótið frá USA (partycity.com) og fékk partýsett sem innihélt skraut, blöðrur borðbúnað og fleira. Settið það var fyrir 24 börn og kostaði tæplega $100 þegar ég var búin að finna coupon (afsláttarmiða) á netinu.
 
Skreytingar:
 
Afmælisborðið

Afmælisborðið og séð inn í stofu

Gangurinn - leikur þar sem börnin fengu gleraugu sem þau sáu ekki í gegnum og áttu að líma límmiða á vasann á buxum skósveinsins.
 
 
Veitingar:
Þessi sá um að grilla pylsur ofan í liðið.
 
Gult Jello, fjólubláir kökupinnar og mini-bollakökur

Afmæliskakan, gulir kökupinnar og döðlugott

Ingukaka og mömmu pavlova

Og allt saman!
 
Afmæliskakan:
 
Afmæliskakan var sitjandi skósveinn. Kakan sem ég notaði kom úr pakka og heitir "white cake" (fæst í Kosti). Sykurmassan gerði ég sjálf og ég notaði lakkrís fyrir hár. Þetta kom skemmtilega út og minnsti minn var mjög ánægður með mömmu sína. :)
 

 

Ég gerði 4 köku botna, litaði 2 gula og 2 bláa og raðaði þeim til skiptis. Krökkunum fannst það mjög spennandi!
Afmælisstubburinn:


 
***

2 comments:

Rósir og rjómi said...

Innilega til hamingju með minnsta stubbinn!

Heimilisfrúin said...

Takk :)