Thursday, July 10, 2014

Herbergi #15 - Margrét (8 ára)

Eins og þið sjáið á númerinu (vorum síðast í herbergi #8 en förum í #15) þá erum við búin að skipta um stefnu og reynum núna að skella okkur í þau verkefni sem við komumst í (s.s. við erum ekki lengur að reyna að klára eitt herbergi í einu). Ástæðan er einföld, við þurfum að safna fyrir t.d. meira parketi og loftapanel og viljum ekki láta það stoppa okkur.
 
***
Herbergið málað
 
Um daginn (reyndar í janúar) tókum við okkur til og máluðum herbergið hjá dóttur okkar sem er 8 ára. Hún fékk að velja litinn sem var áður á herberginu og hún valdi skærbleikan. Við vissum alltaf að þetta væri tímabundinn litur og því vorum vorum við mæðgur sammála um að fara út í eitthvað aðeins meira kósí núna.
 
Fyrir:
 


 
Hér þarf klárlega að horfa framhjá dótinu (ég var að trufla petshop leik), einangruninni í loftinu, múrklessunni á veggnum og öllu hinu sem tengist húsi í smíðum.
 
Eftir: 
 
Það kom bara til greina að hafa herbergið bleikt, skottan var harðákveðin.
 
Við völdum því þennan ótrúlega fallega (að okkar mati) bleika lit.
Þessi litur heitir Brynjubleikur og fæst í Slippfélaginu. Hann er frekar dökkur og því var ég ekki alveg tilbúin að mála alla veggi í þessum lit.
 
Við þurftum þó ekki leita langt til að fá hugmyndir því niðurstaðan var að gera það sama í hennar herbergi og við gerðum í forstofunni/ganginum (sjá HÉR). Hvítiliturinn heitir arkitektahvítur og fæst í Slippfélaginu. Við keyptum aftur 80% glans því þetta er barnaherbergi og ég vil geta þvegið veggina auðveldlega. Herbergið er undir súð og við létum litina skiptast þannig að það kæmi samt smá bleikt undir súðinni.
 

 

 
Við settum svo lista sem við keyptum í Bauhaus í miðjuna.
 




 
***
 

2 comments:

Anonymous said...

Mikið er ég glöð að þú sért byrjuð aftur!
Raunsæ verkefni á rólegum hraða sem mér líkar enda varla annað hægt nema með fulla vasa af seðlum!

Heimilisfrúin said...

:)