Tuesday, July 22, 2014

Gleðiverk dagsins

Í gær birti DV frétt um strákinn Danny sem er að vera 6 ára (sjá HÉR). Eitt af því sem gerir Danny ólíkan öðrum verðandi 6 ára strákum er sú staðreynd að hann er að berjast við krabbamein þar sem lífslíkur eru því miður ekki miklar.
 
Mér finnst vera óvenju mikið af sorglegum fréttum í fjölmiðlum þessa dagana og því leið mér aðeins betur þegar ég sá að ég sjálf gæti gert eitthvað til að gleðja Danny.
 
Það sem hann vill í afmælisgjöf eru afmæliskveðjur í pósti.
 
Ég las fréttina fyrir börnin mín og þau voru ekki lengi að skella í eitt bréf og 3 myndir. Ég fór svo áðan út á pósthús og bætti við korti af Eyjafjallajökli, lundanammi (djúpur í öðruvísi umbúðum) og latabæjar spilastokk.
 
 
 
Ég hvet ykkur til að gera slíkt hið sama en Danny á afmæli á föstudaginn.
 
Danny Nickerson
P.O. Box 212, Foxboro,
Massachusetts, 02035,
United States.

***

No comments: