Friday, July 18, 2014

Hringferðin 2013

Á morgun er komið ár síðan við lukum hringferðinni okkar í kringum landið (sjá HÉR). Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt en ég væri sko alveg til í að fara aftur anytime. Í ár stefnum við hinsvegar á Flórída svo næsta hringferð verður ekki fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2015.
 
Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds myndum frá ferðinni.
 
Siggi að setja upp fellihýsið í Fossatúni
#nofilter

Hofsós - einn fallegasti staður sem ég hef komið á!

Við tókum myndir af öllum svona skiltum sem við sáum á leiðinni.

Gormafjör á Siglufirði - heimabæ ömmu minnar

Ég og eldri börnin á Rub 23 - sushipizzan er það besta sem ég veit.

Klassískt að taka mynd af fjölskyldunni á kirkjutröppunum á Akureyri

Mamma mín er alin upp á Akureyri en þetta er einmitt bílskúrshurðin "heima" hjá henni. Þess má geta að systir hennar keyrði á hurðina og beyglaði fyrir 50+ árum og hún er enn þannig í dag - sem okkur finnst alltaf voða fyndið. :)

Margrét Mist að gæða sér á laufabrauði í jólahúsinu

Við eeeelskuðum að skoða fossa!

Tók mjög margar svona myndir af Sigga og einhverju fallegu - Mývatn.

Rekaviður á austurlandi - langaði voða mikið að taka allt með mér heim en þá hefði ég þufrt að skilja fjölskyldumeðlim eftir.

Steinasafn Petru - mæli með því að þið kíkið þangað en það er á Stöðvafirði

Jökulsárlón - óendanlega fallegt

Meiri foss - Skógarfoss

Enn meiri foss - Seljalandsfoss
 
***

No comments: