Tuesday, August 5, 2014

Hook it up

 
Eins og ég hef sagt ykkur frá nokkrum sinnum áður þá erum við búin að vinna í því í rúmt ár að fá hönnunarvernd á vörur sem við Siggi, systir mín og mágur hönnuðum og erum byrjuð að framleiða.
 
Vörurnar eru tvær, annars vegar medalíu standur og hins vegar medalíu veggfesting.
Hugmyndin að medalíu standinum kviknaði hjá mági mínum fyrir ca. 4-5 árum en það var ekki fyrr en vorið 2013 að hann leitaði til mín varðandi það að koma þessu á markað.


 
Í sameiningu hönnuðum við vöruna [að vissu leiti] upp á nýtt og bættum við veggfestingunni.
Við vildum hámarka notagildi vörunnar en um leið hafa hana einfalda og fallega. Við teljum okkur hafa náð því markmiði en varan er ekki "bara" geymsla fyrir medalíur heldur getur eigandinn valið hvaða mynd hann setur í bakgrunninn og þannig gert hana enn persónulegri.
 
Þá er einnig hægt að hengja aðra hluti á báðar vörurnar, en ég er t.d. með brúðkaupsmynd af okkur Sigga í stærri vörunni inn í hjónaherbergi og hengi á hana hálsmenin mín. 
 
 
Nú erum við komin með hönnunarvernd á Íslandi, búin að skila inn umsókn í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Varan komin í tvær verslanir hérlendis, BYKO og hjá íþróttafélaginu Þór og því má segja að hjólin snúist hratt þessa dagana og við erum ekkert smá spennt.
 
Ég verð líka að nefna það að við fengum til liðs við okkur snillingana hjá HAF, þau Hafstein Júlíusson og Karítas Sveinsdóttur en þau sjá um að hanna allt tengt vörunni s.s. logo, heimasíðu og fleira. Við vildum hafa þetta einfalt og flott (eins og vöruna) og okkur finnst þau hafa náð því 110%! 
 
 
Við erum að vinna í því að gera heimasíðu en við erum komin með Facebook síðu - sjá HÉR. Þar er leikur í gangi, við ætlum að gefa einum heppnum vinningshafa medalíu stand þegar við höfum fengið 500 "Like" svo endilega hjálpið mér að auglýsa þetta með því að líka við síðuna og deila myndinni.
 
***
 
 
 
 

No comments: