Wednesday, July 16, 2014

Herbergi #6 - stofan eftir

Þá er komið að því að sýna ykkur hvernig stofan leit út eftir breytingarnar.
 
Eins og ég sýndi ykkur í gær þá smíðuðum við Siggi kassa utan um sjónvarpið og festum hillur til hliðar. Þessi veggur hefur alltaf verið pínu vesen því ef maður setur skáp eða eitthvað álíka á hann þá verður rýmið svo lokað og ef maður setur sófa þá verður veggurinn á milli gluggana vesen.
 
 
Svona leit stofan út eftir breytingar og reyndar eftir afmælið mitt.
(Já þetta var eina myndin sem ég fann - ég að taka mynd af draslinu)
 
 
Ég hengdi þessar myndir upp fyrir afmælið mitt en á þeim eru allir okkar nánustu.
Eftir 6 mánuði fékk ég leið á að hafa myndirnar út um allt svo rétt fyrir jólin 2013 tók ég þær niður. Þá varð allt svo tómlegt að ég setti þær upp aftur en raðaði þeim öðruvísi. 


 
Fyrir stuttu fann ég svo gamlar myndir úr IKEA sem við Siggi keyptum þegar við hófum sambúð árið 2004. Við hengdum þær fyrir ofan sófan í sömu röð og árið 2004 og þá small stofan að mínu mati. 
 
 
 
Mig langar reyndar í litríka púða í sófan og hugsanlega eitthvað fyrir ofan sjónvarpið - en það er bara eitthvað sem kemur með tíð og tíma.
 
***