Tuesday, July 15, 2014

Herbergi #6 - Stofan fyrir

Þegar maður er eins og ég, "óreglulegur bloggari", þá man maður ekki alltaf frá hverju maður er búinn að segja og hverju ekki. Þá er gott að geta gripið í samantektir (þær má finna HÉR).
Þetta kom að góðum notum í gær varðandi fyrirspurn sem ég fékk (tek glöð á móti þeim svo ekki hika við að spyrja). 

Ég ætla reyndar ekkert að fara nánar út í hver spurningin var heldur sá ég að ég er búin að stika út stofuna á listanum góða en á eftir að sýna ykkur hvernig stofan er.

Ég að sýna ykkur fyrir núna og eftir kemur svo á morun. :)

Svona var stofan fyrir:

 
 
Við tókum allt af veggjum og máluðum

 

 Síðan máluðum við allt í Siggagráum en það er litur sem við létum sérblanda í Litalandi.


 
 Ég á engar myndir af stofunni ný málaðri svo við sleppum því bara.

Næsta skref var svo að setja upp skenk.

Ég var búin að skrifa um það HÉR en engu að síður ætla ég að láta fylgja tvær myndir af uppsetningunni. Skenkurinn er keyptur í IKEA og kostaði á sínum tíma um 44.000.


 
 
Hér að neðan er svo myndin sem ég endaði á í póstinum um skenkinn.
 
 
 
Á morgun kemur svo stofan eins og hún er í dag en hér er smá "teaser" :)
 
 
***

2 comments:

Anonymous said...

Hvernig feliði snúrur sem tengjast sjónvarpinu?

Heimilisfrúin said...

Þær sem fara upp í sjónvarpið eru bakvið "kassann" og hinar eru in í skápnum. Við boruðum 2 göt í IKEA skápinn (fyrir loftnetið og rafmagn). Þetta eru þær snúrur sem "verða" að fara upp og niður. Við ýttum svo glerplötunni bara eins fast og við gátum að veggnum og festum með límtöppum sem fylgja með.