Wednesday, August 27, 2014

Brúðarterta - fyrri hluti

Vinkona systur minnar er að fara að gifta sig í september og bað mig um að aðstoða sig við að gera brúðartertuna. Ég hef ekki skreytt brúðartertu áður og því fannst mér þetta virkilega spennandi verkefni.
 
Hana langar til þess að hafa kökuna einfalda í útliti - hvít kaka með rósum og blómum.
 
Þar sem það tekur þónokkurn tíma að gera bæði blóm og sykurmassaköku hittumst við um daginn og gerðum rósirnar og blómin. Ég gerði rósirnar alveg eins og þegar ég var að gera kökupinnana fyrr í sumar (sjá hér).
 
Þetta eru rósirnar fyrir litun: 
 
 
Og hér er búið að lita þæt:
 
 
 
Við gerðum ca 40 rósir og fullt af litlum blómum. Það tók okkur 4 klst að gera blómin og rósirnar og 1,5 að lita þær. 
 
Ég er mjög hrifin af þessum fölbleika lit og hlakka ekkert smá til að sjá rósirnar á kökunni. 
 
***

1 comment:

Salvör said...

Vá, snilli!