Við fjölskyldan höfum oft hlegið að því hversu líkur Bjarki Snær er Sigga sæta í Latabæ - ekki bara í útliti heldur eru þeir báðir mikið fyrir sætindi.
Það var því skemmtileg tilviljun þegar guttinn var valinn til þess að fara í myndatökur fyrir Ömmubakstur í nýrri auglýsingaherferð frá því góða fyrirtæki.
Hann var svo ótrúlega duglegur í myndatökunum. Hann sat kyrr í ca 2-3 klst í 3 daga og hámaði í sig góðgæti frá Ömmubakstri. Vöruúrvalið kom mér skemmtilega á óvart en ég var svo heppin að fá að fara og skoða allt framleiðsluferlið hjá þeim og auðvitað smakk.
Bjarki hámaði í sig allt og þá skipti ekki máli hvort það var kleina, flatkaka, rúgbrauð eða hrökkbrauð.
Mér finnast þessar auglýsingar algjört æði (hlutdræg?) og ég er alveg bálskotin í fyrirsætunni. Það er líka mjög fyndið að segja frá því að í dag er þetta allt saman komið með forskeytið "Bjarka-", Bjarkakleina, Bjarkaflatkökur....
Við hittum svo "hinn" Bjarka í Bónus og ég er ekki frá því að hann hafi farið pínu hjá sér. Íslendingar eru líka svo duglegir að hrósa að það stoppuðu nokkrir og sögðu honum hvað hann væri flottur.
Gæðabakstur/Ömmubakstur eru á Facebook og þeir eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Ég mæli með því að þið kíkið á þá HÉR.
***
No comments:
Post a Comment