Eins og ég sagði í síðasta pósti þá býr lítill listamaður í þessu herbergi og það þýðir að hann hefur svo sannarlega skoðun á því hvernig herbergið á að líta út.
***
Fyrir breytingar voru tveir veggir ljósbláir en þar sem það sá virkilega á þeim var allt málað uppá nýtt en í sama ljósbláa litnum.
Til að fá smá Spiderman "fíling" í herbergið ákvað ég að mála New York á veggina - eða amk einhverskonar háar byggingar sem mér fannst New York´legar.
Það sem ég gerði var að líma málningarteip á veggina (fríhendis) en það eina sem ég hugsaði um var hversu hátt upp á veggina ég vildi hafa þetta því þetta átti að vera í dökkum lit. Þegar ég var búin að líma allan hringinn þá hraðpenslaði ég yfir línurnar með ljósbláu málningunni til að línurnar væru fallegri þegar ég tæki límbandið af.
Síðan skelli ég svartri málningu á þetta allt saman.
Sjáið þið eitthvað fyrir draslinu? ;)
Ég játa það alveg að svart var ekki mitt fyrsta val en maður verður að hanna rými út frá eigandanum (eða það segir Vern Yip í design star a.m.k.) og það var nákvæmlega það sem ég gerði.
Það sem ég er ekki búin að segja ykkur er að þetta svarta er krítartafla fyrir litla listamanninn minn.
Hann er alveg alsæll með þetta og þetta slær í gegn hjá öllum krökkum sem koma í heimsókn.
***
6 comments:
Ótrúlega flott!
Algjör
snilld og mega flott :)
Mega töff!!
-garna
Snilld hvar fékkstu málninguna?
Málningin er keypt í Slippfélaginu.
Frábær hugmynd, ég er einmitt svo sammála þér að gera herbergi fyrir börnin og nýta þeirra hugmyndir!
Post a Comment