Tuesday, September 9, 2014

Herbergi #6 - Sjónvarpið í stofunni

Ég fékk nokkuð margar fyrirspurnir í gær varðandi gráu plötuna í kringum sjónvarpið.
 
 
 
Við Siggi smíðuðum þennan kassa úr MDF plötu sem við svo máluðum. Kassinn er skrúfaður í miðjan vegginn. Liturinn heitir öskugrár og fæst í Slippfélaginu.
 
Hliðarnar gerðum við úr spítum sem eru ca 10 cm. Við gerðum það til að fá dýptina til að koma sjónvarpinu fyrir.  Ætlunin var að setja ljós í hliðarnar en við hættum við það.
 
 
Sjónvarpið festum við á veggfestingu úr rúmfatalagernum. Við söguðum gat í plöturna þannig að sjónvarpið liggur alveg upp við plötuna og festingin er inní plötunni.
 

 
Við völdum festingu sem virkar þannig að hægt er að færa sjónvarpið í báðar áttir - sem er mjög hentugt þegar ég er t.d. að elda.
 
***
 
 

No comments: