Wednesday, September 10, 2014

Piñata kaka

Ég átti alltaf eftir að setja inn skemmtilega köku sem ég gerði fyrir 2 ára afmælið hans Bjarka. Hugmyndina fékk ég á netinu en þetta er piñata kaka.
 
Fyrir þá sem ekki vita þá er piñata pappíshólkur sem fylltur er af nammi og/eða dóti sem fólk/börn slá svo með priki þangað til að dótið dettur út - við íslendingar köllum þetta fyrirbæri oft "að slá köttinn úr tunnunni." :)
 
Bjarki vildi dýraþema svo mamma keypti plast dýr í USA til að setja á kökuna.  Kakan var mjög einföld - bara fjórar hringlaga kökur (tveir betty kökumix kassar). 
 
Það sem ég gerði:
 
1. Bakaði fjórar hringlaga kökur.
2. Kaka #1 sett á kökustandinn og krem sett á kökuna.
3. Skorið gat í miðjuna á köku #2 og hún sett ofan á köku #1. Krem sett á köku #2.
4. Skorið gat í miðjuna á köku #3 og hún sett ofan á köku #2. Krem sett á köku #3.
4. Fylla gatið af nammi (ég setti smarties).
5.  Kaka #4 sett ofan á köku #3 - notuð sem lok.
6. Kakan skreytt.
 
Og svo ferlið í myndum:
 
 





Þetta var skemmtilega öðruvísi kaka og krakkarnir voru alveg sjúkir í smarties´ið! :)
 
***

No comments: