Friday, September 12, 2014

Brúðartertan - seinni hluti

Þá er komið að því að sýna ykkur brúðartertuna eftir að við settum hana saman.
 
Eins og þið vitið þá vorum við búnar að vinna okkur í haginn til að vera ekki í stressi rétt fyrir brúðkaupið (sjá hér hvernig við gerðum rósirnar).
 
Næst á dagskrá var að baka kökuna og setja hana saman. Við þurftum að baka níu kökur eða þrjár í hverri stærð. Brúðurin vildi súkkulaðiköku með hindberjakremi og það kom sko skemmtilega á óvart hvað þetta passaði vel saman. Kremið var súrt og kakan sæt - perfect! :)
 
 
Svo var bara að skella hindberjakreminu á milli og passa að það færi ekkert útfyrir því við vildum ekki að kakan yrði bleik að utan. Utan á settum við hvítt smjörkrem til að "festa" sykurmassann og til að gera kökuna slétta.
 

 
 
Síðan skelltum við sykurmassanum á þetta allt saman og röðuðum á bakka.
 


 
Næst á dagskrá var svo að skreyta kökuna. Við byrjuðum á því að setja perlufestar á samskeytin.
 

 
Að lokum var rósunum raðað á.
 
 
Og svona leit kakan út!
 
 
Svo má ég nú til með að sýna ykkur fallegu brúðhjónin. Myndatakan fór frram í Hörpunni og ég á ekki orð yfir það hversu fallegar myndirnar eru!
 

 
***
 
 

No comments: