Friday, September 19, 2014

Pabba pasta

Ég er alltaf á leiðinni að setja inn matarplönin okkar og sýna ykkur hvernig við skipulegjum kvöldmatinn en síðustu mánuði höfum við verið að spara svo ég hef sleppt ykkur við krísu-matarplönin - en það kemur að því. :)
 
***
 
Það er einn réttur sem hefur fylgt okkur Sigga síðan við hófum sambúð. Rétturinn flokkast sem "pastaréttur" og ég gerði hann einhverntíman þegar réttur dagsins var "TTÍÍ" (tekið til í ísskápnum). Við vorum svona líka ánægð með þetta að við höfum borðað hann að jafnaði aðra hverja viku síðan þá.
 
Þetta er einfaldur réttur, það er hægt að búa til mikið í einu og borða nokkra daga í röð og hann kostar undir 1500 kr (sem telst gott í dag). Þetta líka einn af ca 8 réttum sem Siggi kann að elda svo þegar þetta er í matinn þá eldar hann oftast og þess vegna kalla krakkarnir þetta pabba pasta.
 
***

Pabba pasta

 
Hráefni:
 
1 pakki heilhveti pasta (eða það sem ykkur finnst gott)
1 dolla rjómaostur (við notum þennan íslenska bláa)
1 beikon pakki
1-2 paprikur
1/4 L G rjómi (ef það er ekki til þá matreiðslurjómi eins og á myndinni)
1 stk grænmetisteningur (við notum Knorr)
 
Aðferð:

 
1. Vatn, salt og olía sett í pott.
 
2. Pastað er sett út í þegar vatnið er soðið og eldað í þann tíma sem stendur á pakkanum (ca. 10-12 min)
 
3. Skera beikon og papriku smátt og steikja á pönnu. Við steikjum alltaf beikonið fyrst því við viljum hafa það stökkt.
 
 
3. Síðan er paprikan sett útí.
 
 
3. Þegar þetta er orðið hrikalega girnilegt þá hellum við G rjómanum og rjómaostinum út í og hrærum með sleif þangað til að rjómaosturinn er alveg bráðnaður. Þá leyfum við þessu að malla aðeins lengur.
 
 
4. Pastað sigtað frá vatninu og sett í eldfastmót.
 
 
5. Sósunni hellt yfir og allt hrært saman.
 
 
Og þá er þetta tilbúið - tekur ca 20 min allt í allt!
 
Ég set ekki steinselju yfir eða neitt álíka til að gera þetta fínt og flott. Ástæðan er einföld - ég hreinlega tími því ekki nema þegar það eru gestir í heimsókn. Þess vegna ætla ég bara að sýna ykkur þetta eins og ég geri þetta - beint af kúnni.
 
Réttinn ber ég oftast fram með hvítlauksbrauði og/eða grænmeti og við hreinlega elskum þetta! :)
 
***
 
 
 
 
 

3 comments:

Unknown said...

Takk fyrir að deila þessu, mjög girnilegt og ég ætla að prófa þetta einhverntímann ;)

Anonymous said...

Af hverju þarf það að vera eldfastmót??

Heimilisfrúin said...

Þetta er bara eins og við gerum þetta. Öllum er auvitað frjálst að gera það sem þeir vilja t.d. setja þetta í skál, nota sveppi, nota mexicoost o.s.frv. :)

Bkv.,
Hildur