Eitt af áramótaheitunum mínum var að taka húsið í gegn -> henda og skipuleggja.
Ég er byrjuð og fyrsta herbergið var litla baðið á neðri hæðinni. Þetta er reyndar skipulagðasta herbergið í húsinu en ég gat samt eytt 2 klst í að þrífa og henda.
***
1. Snyrtidót
Ég náði að minnka magnið töluvert í þesari skúffu eins og sjá má á myndinni.
Þess má til gamans geta að ég fer með snyrtivörurnar til mæðrsastyrksnefndar. Þær hafa hingað til tekið glaðar á móti þessu enda er snyrtidót ótrúlega dýrt!
Fyrir
Eftir
2. Hitt dótið/vara birgðir
Af einhverjum ástæðum hef ég geymt svona "auka dót" í skúffu nr. 2. Þetta eru vörur í hárið, body lotion, plástrar og fleira. Mjög mikið af dóti sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki nota í framtíðinni.
Fyrir
Eftir
3. Annað
Skúffa nr. 3 innihélt ekki mikið af dóti en ég náði samt að minnka það.
Fyrir
Eftir
4. Hárdót
Körfur eru æði og þær þurfa ekki að kosta mikið!
Fyrir
Gamlar ísdollur
Eftir
5. Auka dót
Í skúffu nr. 5 geymi ég aukadót þ.e. klósettpappír, sápu og handklæði.
Fyrir
Eftir
***
Næst á dagskrá er að klára forstofuna - hún telst ekki stórt verkefni svo ég gef mér viku!
Væri gaman ef þeir sem eru í skipulagsgrúbbunni myndu taka þátt og deila myndum þar. :)
***
No comments:
Post a Comment