Markmið 2015 - hreyfing!
Fyrir nákvæmlega einu ári síðan byrjaði ég í einkaþjálfun hjá Katrínu og co í Betri árangri. Fyrir þá sem ekki vita þá býður hún upp á fjarþjálfun sem inniheldur m.a. lyftingarprógramm, matarprógramm/matardagbók, yfirferð á mælingum og andlegan stuðning. Ég var hjá þeim í um 5 mánuði og náði fínum árangri (þó ég segi nú sjálf frá). Þær eru alveg frábærar að hlusta á mann og manns líðan en um leið loka þær á allt væl og vesen sem er mjög góð blanda - ég mæli 110% með þeim!
Fyrir nákvæmlega einu ári síðan byrjaði ég í einkaþjálfun hjá Katrínu og co í Betri árangri. Fyrir þá sem ekki vita þá býður hún upp á fjarþjálfun sem inniheldur m.a. lyftingarprógramm, matarprógramm/matardagbók, yfirferð á mælingum og andlegan stuðning. Ég var hjá þeim í um 5 mánuði og náði fínum árangri (þó ég segi nú sjálf frá). Þær eru alveg frábærar að hlusta á mann og manns líðan en um leið loka þær á allt væl og vesen sem er mjög góð blanda - ég mæli 110% með þeim!
Eftir þessa 5 mánuði þá fannst mér ég vera komin í það góða rútínu (bæði hvað varðar hreyfingu og mataræði) að ég tók ákvörðun um að spara mér aurinn og gera þetta sjálf. Sagan endar ekki vel því ég held án gríns að ég hafi farið 3x í ræktina eftir það og það er ekki að sjá á mér að ég hafi nokkurntíman verið hjá þeim! Ég var að vonast til að geta byrjað aftur í janúar en þar sem við erum að borga íþróttir fyrir 3 börn og 2 fullorðna þá er íþróttasjóður fjölskyldunnar tómur og engin fjarþjálfun í boði. Ég bý samt yfir góðum grunni og á öll mín skjöl ennþá sem ég get stuðst við. Nú er ég komin með plan OG byrjuð að vinna eftir því. :)
***
Þegar ég byrjaði að plana það hvernig ég ætlaði að ná markmiðinu "hreyfing" þá var það fyrsta sem mér datt í hug að gera einhverskonar"tékk lista". Niðurstaðan var æfingadagbók fyrir árið 2015 þar sem markmiðið er að fá yfirsýn á hreyfingu ársins.
Þegar ég var búin að setja hana upp í tölvunni prentaði ég hana út og hengdi upp út í bílskúr. Það leið ekki langur tími þangað til að Siggi var búinn að prenta sér líka og nú vilja krakkarnir vera með. :)
Þegar ég var búin að setja hana upp í tölvunni prentaði ég hana út og hengdi upp út í bílskúr. Það leið ekki langur tími þangað til að Siggi var búinn að prenta sér líka og nú vilja krakkarnir vera með. :)
Þetta er jafn einfalt og það getur verið - þú einfaldlega hakar við þá daga sem þú hreyfir þig!
(Ég nota mismunandi liti fyrir mismunandi æfingar.)
Svo er hægt að gera leik úr þessu. Margrét vill t.d. meina að sá sem fær Bingó "vinni"! :)
Gangi okkur vel!
P.s. af gefnu tilefni þá tek ég það fram að þetta er ekki spons fyrir Betri árangur - bara mín skoðun/upplifun. :)
***
2 comments:
Vel gert Hildur, ætla að nota þetta :) Ekki lumaru á skjali til að skrá niður heimilisbókhaldið :)
EBH
Takk Elfa.
Jú ég á þannig sem við notum (og erum búin að nota í mörg ár) en það er svo "plain" að ég hef ekki "þorað" að deila því...ég skoða þetta!
Post a Comment