Friday, February 20, 2015

Valentínusarmarengs


Á Valentínusardaginn skellti ég í ótrúlega góðan marengs. Ég hafði hann hjartalaga og notaði rauðan matarlit til að gera þetta einstaklega væmið í tilefni dagsins. Það skemmtilega við marengs er að maður getur sett næstum því hvað sem er ofan á og aldrei klikkar það!

Valentínusarmarengs:

Innihald:
3 eggjahvítur
2 bollar af sykri

Bakað við 100-110°c í klukkutíma. 
Þá slekkur maður á ofninum og leyfir að vera þar yfir nóttina. 
Marengsinn

Rjómi með smá flórsykri til að þykkja hann

Bláber (út fötunum sem fást í Bónus og eru ótrúlega góð!)

Súkkulaðihjúpaður-marsípan-lakkrís

Mangó

Og að lokum hjartaskraut frá Dr. Oetker (fæst líka í Bónus)


Kakan var æði og líka pínu kjút. :)


***

Datt í hug að sýna ykkur líka hvernig ég sker mangó. 
Mamma kenndi mér þetta fyrir löngu en við mæðgur erum óðar í mangó! :) 

1. skera mangóið þvert ca 1 cm frá miðju (í kringum steininn).
Skera svo rendur eins og á myndinni.

2. Ýta á hýðið þannig að úr verði þessi fíni broddgöltur.

 3. Skera af!

Þetta er ekki flókið - ef maður veit af þessari aðferð!

***


No comments: