Monday, March 16, 2015

Jón í lit v.s. Eggert úr bronsi

Mig hefur lengi langað til þess að eignast Jón í lit eftir Almar vöruhönnuð. Mér finnst þetta snilldar hugmynd og svo er hún líka svo skemmtilega litrík. Mig langar í marga liti og það er ótrúlegt hvað uppáhalds litirnir breytast eftir skapi, tíma og rúmi.



Ég missti þetta út úr mér í við pabba minn um daginn og viti menn, hann kom með Eggert úr bronsi daginn eftir. Gott fólk má ég kynna Eggert Claessen langafa minn!



***
Svo er líka skemmtileg saga á bakvið þetta fyrir þá sem hafa áhuga. :)
Eggert Claessen var einn af stofnendum Eimskipafélagsins og var plattinn gerður fyrir Eimskipafélagið þegar hann dó. Það voru gerðir þrír svona plattar; einn er hjá Eimskipafélaginu, annar er á minnisvarða um Eggert og sá þriðji býr núna hér:


Að lokum má nefna að það var enginn annar en Ríkharður Jónsson myndhöggvari sem bjó plattann til.


***

1 comment:

stina sæm said...

Vá þessi er nú aldeilis flottur, eigulegur og sérstakur.. eða einstakur réttar sagt. Ótrúlegt að fá svona grip upp í hendurnar
Til hamingju með Eggertin þinn.
kær kveðja
Stína