Monday, March 23, 2015

Bloggrúnturinn

Það er langt síðan ég benti á skemmtileg blogg og því tímabært að gera það aftur!

***


Fyrra bloggið sem ég skoða oft og langar að benda á heitir Rósir og rjómi
Það kom mér pínu á óvart þegar ég fattaði að ég hafði ekki fjallað um þetta blogg þar sem ég hef fylgst með því í nokkur ár. Höfundurinn heitir Kolla og er m.a. súper-föndrari og ofur-mamma. 

Kolla lýsir blogginu svona "Ég er með bloggsíðuna Rósir og rjómi (www.rosirogrjomi.com) og blogga um ýmislegt t.d. föndur, heimilið, daglegt líf og áhugi minn á umhverfisvernd fær oft að skína í gegn."

Mitt uppáhalds er m.a. hugmyndirnar hennar að hlutum til að gera með börnunum: 

Lest úr klósettrúllunum:



Heimagerður fuglamatur:

 


***



Seinna bloggið sem mig langaði að benda á heitir Svo margt fallegt og það er hún Stína Sæm sem er höfundurinn þar á bæ. Stína er með svona ekta heimilisblogg þar sem hún sýnir bæði innlit hjá sér og öðrum. Þar að auki er hún oft með færslur á sunnudögum sem heita "sætt á sunnudögum" þar sem hún birtir myndir af ótrúlega djúsí gúmmelaði!

Stína lýsir sýnu bloggi svona:  "Ég er með bloggið Svo margt fallegt, sem er um allt það sem mér finnst fallegt. Það byrjaði með því að ég vildi deila öllu því fallega sem ég fann á netinu en svo hef ég alltaf meir og meir verið að setja inn mínar eigin myndir." 

DIY verkefni:



Flotta skrifstofan hennar:


 


 ***

1 comment:

Rósir og rjómi said...

Ji, mar´bara roðnar! Takk fyrir :-)