A4 hannyrðir og föndur, skoraði á nokkra bloggara að koma í verslun þeirra í Smáralind og velja sér efni til að vinna eitthvað skemmtilegt úr. Það var alveg sama hvort um væri að ræða málningu, garn eða eitthvað annað - allt var leyfilegt. Með í þessari áskorun voru 10 önnur íslensk blogg og nú er komið að því að sýna verkefnin okkar, eitt í einu út vikuna. Endilega fylgist með bloggunum:
Rósir og rjómi
Heima
Fífur & Fiður
mAs
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick
Heima
Fífur & Fiður
mAs
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Manicure lover
Frú Galin
Deco Chick
Svo smelli þið auðvitað líka "like" á A4 – hannyrðir og föndur, á Facebook til að styðja þetta frábæra framtak og til að fá nýjustu fréttirnar úr föndurheiminum. :)
***
***
Og þá að mínu verkefni...jahh, eða verkefnum (þar sem ég fékk valkvíða í búðinni)!
Góssið mitt úr A4
Þar sem þetta er að hluta til skipulagsblogg þá datt mér fyrst í hug að gera eitthvað föndur tengt skipulagi. Eins og svo margir aðrir þá er ég með hugmyndamöppu í tölvunni og þótti tilvalið að sækja mér hugmyndir þaðan. Úr varð upphengdur minnislisti fyrir börnin. :)
Ég byrjaði á því að klippa út svona dót til að hengja á hurðina
Síðan fann ég gamla spýtu inní bílskúr og teiknaði útlínurnar á hana
Svo var bara að saga og pússa
Málningin hennar Mörtu var síðan notuð til að grunna og gera hliðarnar fallega hvítar.
Eins og þið sjáið þá er nóg úrval í A4 af þessari snillar málningu frá Martha Stewart
Næst á dagskrá var að klippa til þennan fallega pappír svo hann myndi passa á spýturnar
(það sést ekki á myndinni en það er glimmer í pappírnum sem gerir hann gordjöss!)
Síðan var spýtan "mod podge-uð" og pappírinn settur á.
Tilbúið - lota 1 búin :)
Þá var bara að skella í klemmurnar.
Ég límdi skraut pappír á þær og svo á endan verkefnin sem börnin eiga að gera (í myndum)
Ég límdi skraut pappír á þær og svo á endan verkefnin sem börnin eiga að gera (í myndum)
Svona leit þetta út að lokum!
Krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þessu og það verður gaman að sjá hvort þetta virki hvetjandi og fái þau til þess að gera hlutina óumbeðin. :)
***
Eins og ég sagði hér að ofan þá fékk ég valkvíða í búðinni og keypti í nokkur verkefni.
Seinna verkefnið sem mig langar til að sýna ykkur eru myndir sem ég gerði.
Mig langaði til að prófa þetta þar sem mig vantaði tvær myndir á vegginn í sjónvarpsholinu.
Það sem ég gerði:
Seinna verkefnið sem mig langar til að sýna ykkur eru myndir sem ég gerði.
Mig langaði til að prófa þetta þar sem mig vantaði tvær myndir á vegginn í sjónvarpsholinu.
Það sem ég gerði:
Sama spýtan - nema að ég sagaði út tvo kassa (gleymdi að taka mynd af þeim)
Þetta er svo dótið sem ég notaði.
Ég grunnaði plöturnar líka með málningu frá Mörtu vinkonu minni en vildi hafa pínu grófa áferð.
Ég fann mér fallegt mynstur og prentaði það út
Síðan festi ég það á plötuna og negldi allan hringinn
Mjög töff svona en ég hélt samt áfram :)
Síðan var bara að spinna vef - einhvernvegin...
Og úr varð þessi fína stjarna!
Þar sem mér finnst allt verða að koma í settum þá gerði ég tvær svona myndir
Ta-da! :)
Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í því. Ég vona að þið getið nýtt ykkur hugmyndirnar og svo er bara að skella sér í A4 og skoða úrvalið - það mun í alvöru koma ykkur á óvart hvað er mikið sniðugt til þarna. Ég hefði án gríns getað gert svona 100 önnur verkefni!
Endilega skellið svo "like" á Facebook-síðuna mína ef þið eruð ekki þegar búin að því og fylgist með! :)
***
5 comments:
Þetta er ótrúlega sniðugt!
Stjörnurnar dásemd :)
Frábærar hugmyndir...skil þig vel með valkvíðann, svo mikið til þarna :)
Thetta er snilld! Stjornurnar eru dasamlegar....thetta verd eg ad profa. Kemur rosalega flott ut!
Brynja
Vá mjög skemmtilegt! Alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir :)
Bestu kveðjur,
Kikka
Takk :)
Post a Comment