Tuesday, February 28, 2017

Barnaherbergi - málning

Þegar von er á litlu barni er eitt sem skiptir öllu máli að mínu mati og það er góður svefn. Þetta hljómar kannski öfugsnúið þar sem lítil kríli þýða oftast minni svefn en við Siggi höfum alltaf lagt mikla (ALLA) áherslu á það að börnin okkar sofi vel og eftir strangri rútínu - já, alveg frá því að þau koma heim af fæðingardeildinni. Við höfum þurft að fórna ýmsu til að ná þessu markmiði en að okkar mati þá gengur allt svo miklu betur ef svefninn er í lagi og því viljum við frekar eiga erfiða 4-6 mánuði en 4-6 ár!
Þegar yngri strákurinn okkar var fæddist fór hann beint af fæðingardeildinni og í sitt herbergi. Hann svaf aldrei inni hjá okkur og það gekk svona líka svakalega vel. Þessvegna kom ekkert annað til greina þegar von var á öðru kríli en að það færi beint í sérherbergi. Þetta þýddi smá tilfærslu hjá hinum krökkunum og eru nú strákarni saman í herbergi (meira um það síðar).
Við höfum því verið að vinna í því síðustu vikur að breyta gamla herberginu hans Bjarka í ungbarnaherbergi. (HÉR má sjá myndir af herberginu hans Bjarka eins og það var þegar hann fæddist.)
Við byrjuðum á því að mála herbergið og fannst Sigga ég toppa mig í þetta sinn hvað varðar flækjustig. :) En þetta tókst á endanum og mikið sem ég er ánægð með útkomuna! <3

Fyrir:



Fyrst var málað hvítt og teipað:



Svo var málað með "Siggagráum" yfir allt:
(Siggagrár er litur sem við létum sérblanda og fæst í Slippfélaginu)


Og að lokum var málningarteipið tekið af:

Eftir:



***

No comments: