Friday, March 17, 2017

Fjölskyldudagatalið mitt

Eins og ég sagði frá á snappinu í gær (Heimilisfruin) þá keypti ég í fyrra fjölskyldudagatal sem reyndist okkur ágætlega. Mig langaði til að hafa þannig aftur í ár en það voru nokkrir hlutir sem mér fannst vanta á dagatölin sem eru í boði og því bjó ég til mitt eigið. Ég lét prenta það út og gorma í Háskólaprent en kostnaðurinn var í kringum 3000 kr.


Svona lítur dagatalið mitt út en eins og flest öll svona dagatöl þá er það með dagsetningar og sérreiti fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þar að auki bætti ég við tveimur reitum, "matseðill" og "annað".

Mér finnst gott að skipuleggja kvöldmatinn fram í tímann svo í staðin fyrir að hafa það á sér blaði þá kemur það sér vel að hafa þetta allt á sama stað. Undir annað setti ég hátíðisdaga hvers mánaðar og þar undir fara líka viðburðir sem eiga við alla meðlimi fjölskyldunnar eins og t.d. afmælisdagar, samverustundir og veislur.

***

Það sem mér fannst þó aðallega vanta á önnur fjölskyldudagatöl (og var helsta ástæðan fyrir því að ég bjó til mitt eigið) var stundaskrá þar sem fylla má inní það sem telst til vikulegrar rútínu. Þetta eru hlutir eins og t.d. íþróttaæfingar, skólasund, leikfimi og spilakvöld. Kosturinn við að hafa þetta er ekki bara sá að maður sleppur við að fylla þessa hluti inná dagatalið 4-5x heldur nýtist plássið betur enda eru reitirnir ekki það stórir.

***

Það voru margir sem spurðu hvort að þeir gæti nálgast dagatalið einhversstaðar. Skjalið má finna í linknum hér að neðan. Þetta er Excel-skjal svo þið getið breytt því og bætt eftir ykkar þörfum. Þegar ég var að gera þetta þá vann ég dagatalið í Excel og færði það svo yfir í A3 Word skjal. Ég mæli með því að fara með þetta í Háskólaprent en skv. mínum (litlu) rannsóknum þá er það ódýrasti staðurinn.

Sjá skjalið HÉR.

***

Og að öðru, af hverju er ekkert fyllt inn fyrir janúar fyrst að það er kominn mars?

Jú, ástæðan er sú að ég er að keyra mig í gang eftir 9 mánaða sófasetu. Eins og ég sagði í póstinum hér að neðan þá hef ég lítið sem ekkert gert tengt skipulagi, tiltekt, matreiðslu/bökun eða húsasmíðum undanfarið og því nóg af verkefnum framundan.

Ég ætla að vera dugleg að snappa það sem ég er að gera á HEIMILISFRUIN og blogga svo um það helsta. Mig langar að gera þetta svona sem hvata fyrir mig en það er bónus ef það hjálpar fleirum. Ég var t.d. mjög þakklát fyrir viðbrögðin við síðustu færslu og svo líka peppið sem ég fékk á snappinu. :)
 
 
...en svona til að hafa það á hreinu þá er ég búin að fylla inn í skjalið fyrir mars!

***

No comments: