Tuesday, February 28, 2017

Löööng pása

Síðustu mánuðir hafa verið frekar erfiðir hér á bæ. Ég komst að því í júní í fyrra að ég væri ólétt og frá 3 viku hef ég verið meira og minna ómöguleg. Nú er ég komin á tíma (sett 6.mars), farin að sjá að þetta mun taka enda og að fljótlega geti ég byrjað að hreyfa mig aftur!


Verkefnin sem bíða mín eru óteljandi enda hef ég verið að mestu föst í sófanum síðan í júní. Ég hlakka mikið til að koma öllu og öllum í (nýja) rútínu enda líður mér miklu betur þegar ég hef góða yfirsýn á það sem er í gangi hjá fjölskyldumeðlimum og hér heima.

Verkefnalistinn er enn í mótun en þetta er það helsta sem mig langar til að gera þegar ég fæ orkuna aftur:

  • Þrífa allt hátt og lágt (enda var ekki gerð nein jólahreingerning hér síðustu jól)
  • Taka alla skápa í gegn og koma á einhverju skipulagi (það fauk út um gluggann fyrir löngu)
  • Fara yfir allt og "henda - gefa - geyma" (declutter)
  • Klára barnaherbergin (við þurfum að breyta ýmsu út af krílinu)
  • Klára hjónaherbergið
  • Klára loftið á efri hæðinni
  • Klára sjónvarpsholið
  • Setja hurð á skrifstofu
  • Byrja á baðinu uppi
  • Koma þrifum aftur í rútínu
  • Gera skipulag fyrir alla fjölskyldumeðlimi
  • Plana fjármálin m.v. breyttar forsendur (fæðingarorlof!)
  • Undirbúa skírn
  • Koma mér af stað aftur (hreyfing og mataræði)
  • Skipuleggja matarinnkaup - Byrja aftur með matseðil vikunnar
  • ....Og að lokum vera duglegri að blogga um hlutina því mér finnst svo gaman að eiga þetta ferli okkar í máli og myndum. :)

Það er þó ekki þar með sagt að ekkert hafi gerst á þessu tæpa ári enda kom hreiðurgerðin af fullum krafti þó svo að ég hafi ekki haft orku til að taka 100% þátt í hlutunum. Ég er sem betur fer vel gift og krakkarnir duglegir að hjálpa svo við erum byrjuð á fullt af skemmtilegum verkefnum sem þarf að klára (sbr. listann hér að ofan). Meira um það síðar!



 
***

No comments: