Wednesday, January 23, 2013

Þvottahúsið - Fyrri hluti

Þá er komið að upptalningunni á því sem við gerðum í þvottahúsinu! 

Við byrjuðum á því að klæða loftin og gluggann. Herbergið varð strax miklu hlílegra en um leið full hvítt fyrir okkar smekk. Þ.a.l. var tekin ákvörðun um að mála það í einhverjum pastel lit. 

Mér finnst blár og grænn þvottahúslegir litir en það var ekki fyrr en ég fann veggfóðrið (Laura Ashleyað ég ákvað að hafa þvottahúsið grænt. Ég skellti mér til vina minna í Litalandi (Slippfélaginu) og saman fundum við lit sem passaði við veggfóðrið.

Næst á dagskrá var að veggfóðra og mála. 
Það er saga út af fyrir sig! :/

Við þurftum líka að "klára" innréttinguna en hún er frá IKEA
Þetta er ódýrasta hvíta innréttingin frá þeim en ég er ekki viss hvað hún heitir því hún var keypt 2008. 

Síðan voru hurðin og gereftin lökkuð og sett á og skrautmunum raðað inní herbergið. 

Sjá nánar á myndinni hér fyrir neðan:



Endilega sendið mér skilaboð ef þið viljið vita eittahvað meira um þvottahúsið. :)

Þá yfir í litlu hlutina....

Dót í kassa:


Kassinn er undan jólamandarínunum og "Laundry" spjaldið náði ég í HÉR, prentaði út 
og setti á þykkan pappa (morgunkornspakki sem ég klippti út).


DIY mynd:


Þessa mynd föndraði ég eitt kvöldið. Ég keypti rammann í Góða hirðinum og spreyjaði hann hvítann. Myndin er stensill og ég notaði bara málninguna sem fór á vegginn til að fá sama lit.


Kosturinn (og reyndar ein stærsta ástæðan) við þessa mynd er að hún er ekki bara veggskraut heldur líka minnistafla.


Þá er þessum fyrri hluta lokið. Sá seinni kemur fyrr en síðar! ;)

***



1 comment:

Guðrún said...

eins gott að muna að endurtaka ;) - en annars er þetta glæsó eins og vænta mátti ;)