Þá er þvottahúsið okkar loksins að smella saman.
Þetta herbergi átti bara að taka viku en er búið að taka ár og öld að okkar mati (sjá hér). Það er ótrúlega gaman að sjá herbergið tilbúið en það er jafnvel skemmtilegra að geta byrjað á því næsta (litla baðherberginu)!
Fyrir
Hér eru myndir af þvottahúsinu í heild.
Á næstu dögum ætla ég svo að sýna ykkur hvað þetta frábæra herbergi hefur uppá að bjóða. ;)
Séð inn um hurðina
Betri lýsing (hér sést liturinn betur)
Veggfóðrið - úff!
"Loft-mynd"
Borðplássið
Bekkurinn sem felur lagnirnar
Við erum mjög ánægð með þetta og ég vona að þið séuð það líka! :)
***
6 comments:
Vá þetta er rosalega flott!
Hér er ró og hér er friður, svo hér er rosalega kósý þvottinn að þvo :D
Arna fr
Hvar fannstu fínt veggfóður? Þarf að fara í smá veggfóðursleiðangur og er frekar hugmyndasnauð hvert ég á að fara ;)
Váá mjög flott, svo huggulegt að hafa kósí þvottaherbergi :)
EBH
Þetta er nú betra en ég bjóst við Hildur mín ;) Finnst þetta EKKI eins og hinn liturinn, allavega ekki í þessari lýsingu hehe
-ES
Takk allar!
Þetta var nú ekki alveg eins og við ætluðum að hafa það í upphafi en við erum voðalega sátt. Margrét elskar nýja þvottahúsið og vill núna fá svona herbergi. :)
Jórunn: ég fékk þetta í Lauru Ashley en það eru ótrúlega margir komnir með flott veggfóður. Ég fór t.d. í Litaland um daginn og þeir voru líka með fullt af veggfóðrum.
Post a Comment